Í dag fór fram kynningarfundur Iceland Express deildarinnar það sem þjálfarar komu saman og kynning fór fram á deildinni. Þar var einnig kunngert spá þjálfara og var niðurstaðan eftirfarandi:
Spá þjálfara:
1. KR
2. Keflavík
3. Snæfell
4. Stjarnan
5. Grindavík
6. Njarðvík
7. Fjölnir
8.ÍR
9. Hamar
10.KFÍ
11. Haukar
12. Tindastóll
Það er þó margt sem breytist og sum lið verða ofar og önnur neðar. kfi.is er þó á því að KR, Keflavík, Stjarnan og Grindavík séu þau lið sem munu berjast um efstu fjögur sætin. Þó ber að taka spám með fyrirvara því að það er ekkert að marka ástand liða svona snemma á leiktíðinni. Fjölnir verða feykilega sterkir og Njarðvík og ÍR eru svefngenglar eða "sleepers" og margir sem vanmeta þau lið. Hamar er lið sem hefur marg sannað að þeir gefa ekki eftir tommu og Haukar með Pétur "the gret" Ingvarsson kunna ekki að tapa. Við erum með markmið sem verða kunngerð seinna á leiktíðinni. En það er algjörlega á hreinu að við ætlum okkur sigur í öllum leikjum hvar sem þeir kunna að fara fram.