Stúlkurnar okkar í meistaraflokki léku gegn Laugdælum og unnu öruggan sigur 74-37.
Stax í upphafi leiks kom í ljós í hvað stefndi. Gestunum voru afar mislagðar hendur gegn öflugri vörn okkar og stálum við boltanum af Laugdælum trekk í trekk. Ekkert var gefið eftir fyrr en í stöðunni 19-0 en þá náðu gestirnir að setja niður sín fyrstu stig og staðan eftir fyrsta fjórðun 19-1.
Munurinn hélt síðan áfram að vaxa eftir því sem leið á leikinn, barátta og spil til fyrirmyndar hjá heimamönnum. Staðan í hálfleik 39-18, eftir þriðja 63-27 og loks endaði leikurinn 37-37 eins og áður sagði.
KFÍ liðið var allt að spila vel og tölfærði leiksins má finna hér.
Annars voru stigahæstar:
Svandís Anna Sigurðardóttir. 21 stig, 15 frákost, 5 stolnir
Hjá Laugdælum:
Elma Jóhannsdóttir, 11 stig og 5 fráköst.
Deila