Fréttir

Ósigur í hörkuleik gegn Haukum

Körfubolti | 03.10.2010 Drengjaflokkur KFÍ beið ósigur í hörkuleik gegn firnasterku liði Hauka. Lokatölur 83-73.

Leikurinn var skemmtilegur frá byrjun þar sem tölur eins og 7-3, 16-9, 22-15 og eftir fyrsta leikhluta voru Haukar með forustuna, staðan 22-17. Nonni fékk högg í andlitið sem var þó algjört óviljaverk, en var nóg til að önnur linsan úr auganu á honum flaug úr og sár myndaðist. Hann tók ekki mikið þátt í leiknum eftir þaðog munar um minna, enda kolrangeigður. Hermann, Sigmundur og Leó voru sterkir í þessum leikhluta og héldu okkur inn í leiknum.

Annar leikhluti var í járnum til að byrja með og náðu strákarnir að sauma að Haukum og komust í 29-34, en þá tóku strákarnir í Haukum góða rispu meðAlexander í broddi fylkingar og náðu 43-37 stöðu þegar gengið var til hálfleiks.

Það var sem við hefðu farið í extra langt kaffihlé með vínarbrauði og alles í hálfleik því við vorum algjörlega á rassinum í byrjun á þeim þriðja og Haukastrákarnir keyrðu okkur í kaf á tímabili og staðan ekki gæsileg. Þeir náðu mest 20 stiga forustu á okkur, 58-38 og þrjár mínútur búnar af þeim þriðja. Við náðum aðeins að klóra í bakkann og laga stöðuna og staðan þegar síðasti fjórðungur byrjaði 66-51.

En í síðasta fjórðungnum vöknuðu strákarnir til lífsins og náðu að minnka muninn í 8 stig og staðan 78-70 og tæpar tvær mínútur eftir af leiknum. En því miður byrjuðum við of seint áhlaup okkar og Haukar lönduðu 10 stiga sigri, lokatölur eins og fyrr sagði 83-73.

Í dag eins og í gær var þriðji leikhlutinn vandamál og missum við einbeitinguna með þeim afleiðingum að andstæðingurinn nær að ná alltof þægilegu áhlaupi á okkur en í fjórða komum við til baka með látum sem er þó flott og sýnir að úthaldið er til staðar. En það er ekki nóg ef hugurinn fylgir ekki máli.

Ég vil þó hrósa strákunum fyrir frábæra baráttu í lok leiksins sem kom okkur inn aftur og þar voru Hermann og Leó fremstir meðal jafningja og stálu ófaum boltunum. Og af þessum tveim leikjum að dæma erum við á góðri leið að koma saman mjög samkeppnishæfu liði og eru strákarnir að þjappast saman sem ein heild og allt getur gerst.

Í dag var Leó frábær og var með 29 stig, 3 fráköst og 6 stolna ( 10/6 í vítum). Hermann Hermannsson var þó að mínu mati maður leiksins hjá KFÍ hann var með 19 stig, 4 fráköst, 4 stolna og 4 stoðir ( 15/10 í vítum) og var sem andsetinn. Hákon "monster" var með 8 stig, 6 fráköst og 2 stoðs. Sigmundur heldur áfram að bæta sig og var með 7 stig, 6 fráköst og 6 stoðs. Gautur var með 4 stig, 4 fráköst. Sævar 2 stig, 5 fráköst. Ingvar2 stig, 5 fráköst og Guðni 2 stig, 2 fráköst og 2 stoðs.

Hjá Haukum var Alexander stigahæstur með 22, Guðmundur Sævarss.20, Guðmundur Darri 15, Jóhannes 9, Atli 8, Bragi 7 og Hlynur 2 stig.

Fínir dómarar í dag voru þeir Ásgeir Einarsson og Haukur Óskarsson sem sýndu af sér rólyndi þegar spenna var sem mest og misstu ekki einbeitinguna.  Það eina sem verður að laga er að á ritaraborðið verði með reynslubolta sem getur stjórnað skýrslu og að láta vita af villum hjá leikmönnum. En það er auðvelt að laga.

Þetta var góð ferð í alla staði og strákarnir stóðu sig mjög vel og eru að bæta sig með hverjum leik. Fararstjórinn þakkar þeim fyrir skemmtilega helgi og hlakkar til að fara aftur sem fyrst. Deila