Fréttir

Pacta og Motus til samstarfs við Körfuknattleiksdeildina

Körfubolti | 16.11.2016
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Kristján Óskar Ásvaldsson við undirritun samningsins í leikhléi á Jakanum.
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Kristján Óskar Ásvaldsson við undirritun samningsins í leikhléi á Jakanum.

Á dögunum var endurnýjaður samstarfssamningur á milli Pacta lögmanna og Motus innheimtuþjónustu við Körfuknattleiksdeild Vestra. Motus og Pacta hafa um árabil stutt við bakið á körfuboltastarfinu á Ísafirði á meðan KFÍ var og hét og því er einstaklega ánægjulegt fyrir hina nýstofnuðu Körfuknattleiksdeild Vestra að endurnýja þetta samstarf. Samningurinn er liður í uppbyggingu fyrirtækjanna á Vestfjörðum sem m.a. birtist í styrkjum til íþrótta- og æskulýðsstarfs.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra þakkar Motus og Pacta kærlega fyrir samstarfið. Án slíkra bakhjarla væri starfsemi deildarinnar ómöguleg.

Deila