Fréttir

Pétur Már aðstoðarþjálfari nýs landsliðsþjálfara KKÍ

Körfubolti | 03.05.2011
Pétur er flottur drengur innan sem utan vallar
Pétur er flottur drengur innan sem utan vallar

Pétur Már Sigurðson yfirþjálfari KFÍ er orðinn aðstoðarþjálfari Peters Öqvist nýs landsliðsþjálfara A-landsliðs Íslands í körfubolta. Þetta er gríðarlegur heiður fyrir Pétur Már og KFÍ. sjá hér á karfan.is

Næsta verkefni Péturs eru körfuboltabúðir KFÍ núna í júní hér á Ísafirði og er hann þar í hópi þjálfara sem munu leiðbeina og kenna.

Þess má til gamans geta að Hrafn Kristjánsson yfirþjálfari körfuboltabúðanna var um helgina valin þjálfari ársins á lokahófi KKÍ og eru þjálfararnir sem verða hér orðnir ansi hreint magnaðir og verður virkilega gaman að taka þátt í þessu frábæra verkefni.

Deila