Það voru glaðir drengir sem skunduðu heim eftir leik kvöldsins. Ekki var kátínan með úrslitin en þeir Rúnar Guðmunddson og Björgvin Snævar Sigurðsson sem fengu að spreyta sig í bráðabana á vítalínunni og gerði litli "púkinn" sér lítið fyrir og setti sitt fyrsta skot örugglega í og Björgvin klikkaði á sínu og þar með vann Rúnar sér inn nýja og glæsilega Ipad spjaldtölvu og er þetta höfðingleg gjöf frá Pacta/Motus. Björgvin var hálf niðurlútur þegar hann gekk að velli en var kallaður til baka og fékk gjafabréf upp á 35.000 krónur í Hafnarbúðinni þannig að þeir fóri báðir kátir heim.
Glæsilegt hjá samtarfsaðilum KFÍ Pacta/Motus og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir og er gott að eiga svona góða styrktaraðila að.
Deila