Fréttir

Rúnar Guðmundsson vann sér inn Ipad mini frá Pacta/Motus

Körfubolti | 15.03.2014
Kátir piltar
Kátir piltar

Það voru glaðir drengir sem skunduðu heim eftir leik kvöldsins. Ekki var kátínan með úrslitin en þeir Rúnar Guðmunddson og Björgvin Snævar Sigurðsson sem fengu að spreyta sig í bráðabana á vítalínunni og gerði litli "púkinn" sér lítið fyrir og setti sitt fyrsta skot örugglega í og Björgvin klikkaði á sínu og þar með vann Rúnar sér inn nýja og glæsilega Ipad spjaldtölvu og er þetta höfðingleg gjöf frá Pacta/Motus. Björgvin var hálf niðurlútur þegar hann gekk að velli en var kallaður til baka og fékk gjafabréf upp á 35.000 krónur í Hafnarbúðinni þannig að þeir fóri báðir kátir heim.

 

Glæsilegt hjá samtarfsaðilum KFÍ Pacta/Motus og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir og er gott að eiga svona góða styrktaraðila að.

Deila