Fréttir

Samið við Helga Hrafn og Helga Bergsteinsson

Körfubolti | 15.09.2015
Ingólfur Þorleifsson, formaður og Helgi Hrafn Ólafsson.
Ingólfur Þorleifsson, formaður og Helgi Hrafn Ólafsson.
1 af 2

Að lokinni æfingu í gærkvöldi hjá meistaraflokki karla var nóg að gera hjá formanninum Ingólfi Þorleifssyni að skrifa undir samninga. Auk Daníels Þórs Midgley skrifuðu einnig undir samninga í þeir Helgi Hrafn Ólafsson og Helgi Bergsteinsson.

 

Helgi Hrafn Ólafsson er uppalinn á Ísafirði en flutti ungur að árum suður í Kópavog þar sem hann æfið körfuknattleik með Breiðabliki en auk Blika hefur Helgi Hrafn leikið með Laugdælum þar sem hann varð 2. deildar meistari 2010. Hann hefur verið virkur í félagsstarfi Blika, setið í stjórn og þjálfað í yngri flokkum en hér vestra hefur Helgi Hrafn einmitt tekið til við þjálfun yngstu iðkennda KFÍ og hefur hann umsjón með Krílakörfunni og Krakkakörfunni í vetur.

 

Helgi Bergsteinsson er uppalinn í KFÍ. Helgi er fæddur árið 1996 og hóf meistaraflokksferil sinn með KFÍ í úrvalsdeildinni árið 2014. Hann átti nokkrar góðar innkomur í leikjum síðasta tímabils og verður gaman að fylgjast með þessum unga leikmanni áfram.

Deila