Það verður lítið um afslöppun milli jóla og nýárs hjá sex liðsmönnum yngri flokka Vestra, sem kallaðir hafa verið til æfinga með landsliðsúrtakshópum Körfuknattleikssambands Íslands. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og eru þær undirbúningur fyrir landsliðsverkefni sumarið 2019.
Í Vestrahópnum eru þrír drengir og þrjár stúlkur úr þremur aldurshópum. Þau eru: Hilmir og Hugi Hallgrímssynir í U18, Friðrik Heiðar Vignisson, Helena Haraldsdóttir og Sara Emily Newman í U16 og loks Gréta Proppé í U15.
Tilkynnt verður um lokahópa landsliðanna í lok mars en verkefnin sem bíða eru Norðurlandamót U15 í Danmörku og Norðurlandamót í Finnlandi ásamt EM hjá U16 og U18.
Kkd. Vestra er stolt af því að eiga svo föngulegan hóp í landsliðsverkefnum og óskar leikmönnunum góðrar ferðar suður og velgengni á æfingunum.
Deila