Fréttir

Sex leikmenn Vestra á landsliðsæfingum um jólin

Körfubolti | 23.12.2018
Vestrakrakkarnir sex sem boðaðir hafa verið á æfingar yngri landsliða um þessi jól. Aftari röð f.v:: Friðrik Heiðar Vignisson, Hugi Hallgrímsson og Hilmir Hallgrímsson. Fremri röð f.v.: Gréta Proppé, Sara Emily Newman og Helena Haraldsdóttir.
Vestrakrakkarnir sex sem boðaðir hafa verið á æfingar yngri landsliða um þessi jól. Aftari röð f.v:: Friðrik Heiðar Vignisson, Hugi Hallgrímsson og Hilmir Hallgrímsson. Fremri röð f.v.: Gréta Proppé, Sara Emily Newman og Helena Haraldsdóttir.

Það verður lítið um afslöppun milli jóla og nýárs hjá sex liðsmönnum yngri flokka Vestra, sem kallaðir hafa verið til æfinga með landsliðsúrtakshópum Körfuknattleikssambands Íslands. Æfingarnar fara fram á höfuðborgarsvæðinu og eru þær undirbúningur fyrir landsliðsverkefni sumarið 2019.

Í Vestrahópnum eru þrír drengir og þrjár stúlkur úr þremur aldurshópum. Þau eru: Hilmir og Hugi Hallgrímssynir í U18, Friðrik Heiðar Vignisson, Helena Haraldsdóttir og Sara Emily Newman í U16 og loks Gréta Proppé í U15.

Tilkynnt verður um lokahópa landsliðanna í lok mars en verkefnin sem bíða eru Norðurlandamót U15 í Danmörku og Norðurlandamót í Finnlandi ásamt EM hjá U16 og U18.

Kkd. Vestra er stolt af því að eiga svo föngulegan hóp í landsliðsverkefnum og óskar leikmönnunum góðrar ferðar suður og velgengni á æfingunum.

Deila