Grindvíkingar voru skrefinu á undan allan leikinn en KFÍ aldrei langt á eftir. Grindavík einu stigi yfir eftir fyrsta fjórðung og eins í hálfleik, staðan 32-33. Grindavík nær síðan góðum kafla í 3. fjórðungi og virtust vera að sigla fram úr en strákarnir okkar gáfust ekki upp. Í stöðunni 34-44 skorum við síðustu 8 stig 3. fjórðungs og er þá 2 stiga munur áður en lokafjórðungurinn hefst.
KFÍ nær loks að jafna er 3 mínútur voru eftir og komast yfir mínútu síðar en svo siglum við fram úr og vinnum leikinn 67-61. Grindvíkingar voru einungis 7 og var greinilegt að þreytan var farin að segja til sín. Þeir skora einungis 6 stig á síðustu 5 mínútum leiksins og við nýtum það til að knýja fram góðan sigur gegn góðu liði Grindavíkur. Margir bráðefnilegir spilarar þar. Stigin: