Fréttir

Sigur gegn Stjörnunni í drengjaflokki

Körfubolti | 01.03.2010
Gummi var stigahæstur í leiknum með 20 stig.
Gummi var stigahæstur í leiknum með 20 stig.

Stjörnumenn skoruðu fyrstu körfu leiksins en KFÍ svarar með 7 stigum í röð og hélt forystunni út leikinn.  Við náðum aldrei að hrista Stjörnumennina almennilega af okkur en þeir börðust vel og hengu alltaf inni í leiknum.  Staðan eftir fyrsta fjórðung 15-12, 33-27 í hálfleik, 50-39 eftir þriðja og vorum við komnir í 17 stiga forystu um miðjan 4. fjórðung.  Þá tóku Stjörnumen aðeins við sér og löguðu stöðunu og enduðu leikar 66-58 eins og áður segir.

Sigurinn í sjálfu sér aldrei í hættu en Ísfiirðingar áttu ekki alveg sinn besta dag, mættu ekki nógu tilbúinir í leikinn, vantaði aðiens upp á baráttu og vilja.  Eflaust hefur ólík staða liðanna eitthvað haft með hugarfarið að gera en Stjörnumenn hafa einungis unnið tvo leiki í vetur, en þetta varð 7. sigur okkar pilta.  Núna eru þeir í 4. sæti A riðils í drengjaflokki.

Stigin:

Stig Vítanýting Þristar
Guðmundur Guðmundsson                            20 5-4 2
Hlynur Hreinsson 10 2-0 2
Jón Kristinn Sævarsson 7 4-1
Guðni Páll Guðnason 7 2-0 1
Leó Sigurðsson 6
Sævar Þór Vignisson 4
Hermann Hermannsson 4
Gautur Arnar Guðjónsson 4
Hákon Atli Vilhjálmsson 2
Stefán Díegó 2

Deila