Stelpurnar voru rétt í þessu að tryggja sig áfram í bikarnum með sigri á Snæfelli 23 - 19. Þó stigaskorið sé ekki hátt þá var mikil barátta hjá báðum liðum. Við komumst yfir snemma leiks, en stelpurnar frá Snæfell komu til baka og náðu að jafna 10-10. Þá náðum við ágætis forskoti en vorum við aðeins of feimnar við að skjóta á körfuna. Snæfell sótti vel, en við vörðumst feykilega vel og náðum forskoti í endann og héldum því. Lokatölur 24-22. Stóðu stelpurnar sig vel og gaman verður að vita hvaða andstæðinga við fáum í næstu umferð. Þess má geta að margir áhorfendur voru á leiknum og þökkum við fyrir stuðninginn.
Stigaskor var eftirfarandi Eva 14, Kristín Erna 6, Sigrún 2 og Rósa 1.