Fréttir

Sigur í síðasta æfingarleiknum gegn Breiðablik

Körfubolti | 30.09.2012
BJ  var flottur í dag
BJ var flottur í dag

Þriðji og síðasti leikur KFÍ í æfingarferð okkar suður þessa helgi var gegn Breiðabliksdrengjum Borce og unnum við sigur þar. Lokatölur 74-66. Allir komust vel frá sínu, en við vorum í miklum villuvandræðum allan leikinn. En það er ekkert töff við að vera villulaus og þannig rúllum við ekki. Pétur notaði skiptimiðann vel í þessum leik og voru ungu strákarnir flottir. Það er gaman að sjá hve vel þeir eru að láta að sér kveða og ætla að sparka í dyrnar, ekkert bank þar.

 

Stighæstur okkar manna í dag var Pance með 22 stig.

 

Nánari fréttir verða settar inn í kvöld en núna er það sturta, matur og svo heim.

 

Áfram KFÍ

Deila