Fréttir

Sigur í síðasta útileiknum.

Körfubolti | 07.03.2010
Þetta var á köflum leikur 3ja stiga skyttanna og oft heitt í kolunum í
Þetta var á köflum leikur 3ja stiga skyttanna og oft heitt í kolunum í "Gufubaðinu"!
1 af 5
KFÍ tók síðasta útileikinn í kvöld gegn Þór frá Þorlákshöfn. Lokatölur 67-76 og var sigurinn aldrei í hættu. Það var Denis sem byrjaði með látum og setti niður þrjá flott þrista og fyrsti leikhluti fór 17-21. Meira jafnræði var í öðrum leikhluta þar sem Magnús Pálsson var okkur erfiður og skoraði nokkrar flottar körfur, en staðan þegar gengið var til hálfleiks var 41-46.

Þriðji leikhluti fer ekki í neinar afreksbækur sem rosaleg skemmtun fyrir utan "monster" troðslu frá Igor og gladdi það augað. En þriðji leikhuti fór 8-9 !! Já 17 stig samtals og var stemningin í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn (sem ætti að heita "gufubaðið" vegna mikils hita þar og engin loftræsting), var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. En bæði lið tóku sig á og voru góð tilþrif á báða bóga í fjórða og síðasta leikhluta, meðal annars önnur svaka troðsla frá Igor og einhver glæsilegasta "ekki viljandi karfa" frá Craig þar sem hann setti tvö stig á einhver óyfirskiljalegan hátt og veit ekkert hvernig hann fór að því og mun aldrei geta endurtekið hana. En þetta gladdi alla áhorfendur í húsinu. Fjórði leikhluti fór svo 17-22 og öruggur sigur á Þór í höfn.

Það er erfitt að mæta brjálaðir í leik sem skiptir okkur engu máli, en leikmenn KFÍ fá hrós fyrir fína baráttu í vörn og oft á tíðum flott tilþrif í sókn og gerðu það sem þurfti til að skila okkur tveim stigum og erum við með 30 stig og síðasti leikur okkar á föstudag heima gegn Ármann þar sem við tökum við sigurverðlaunum fyrir að sigra 1. deildina.

Í kvöld voru Craig (19 stig, 10 stoðsendinar og a.m.k 5 stolna bolta sem ekki voru skráðir á hann !). Igor 18 stig, (16 fráköst og 3 varin skot) Denis 14 stig (4/8 í þristum), Darco 10 stig, Pance 9 stig (3/6 í þristum), Þórir 4 stig (frábær í vörn), Atli 2 stig. Almar kom sterkur inn og átti fína spretti ásamt Hjalta og Florijan en þeir náðu ekki að setja stig þrátt fyrir góða viðleitni.

KFÍ spilaði flotta vörn í kvöld, en sóknirnar voru þungar á köflum. En við gerðum það sem þurfti og það er tilgangurinn með þessu öllu saman. Nú er að klára með stæl á föstudagskvöld og fylla Jakann !!!!!

Áfram KFÍ

Tölfræði leiksins Deila