Fréttir

Sigur og tap í æfingarleikjum

Körfubolti | 06.10.2014

Meistaraflokkur karla lék á helginni tvo æfingarleiki fyrir sunnan. Á laugardaginn mætti liðið Val í Vodafonehöllinni í Reykjavík en Valsmenn féllu með KFÍ úr úrvalsdeildinni síðastliðið vor. Leikurinn byrjaði ágætlega fyrir Ísfirðinga en heimamenn sigu þó fram úr þegar á leið og unnu að lokum öruggan 20 stiga sigur. Ljósmyndarinn Ingvi Stígsson var á leiknum og tók nokkrar myndir sem sjá má hér.

 

Á sunnudaginn mætti KFÍ svo lærisveinum Borce Ilievski í Breiðablik í Kópavogi. Vestanmenn voru talsvert sprækari heldur en daginn áður og unnu öruggan sigur eftir flugeldasýningu frá Pance Ilievski sem leiddist líklegast ekkert að eiga stórleik fyrir framan eldri bróðir sinn.

 

Þetta voru síðustu æfingarleikir meistaraflokks karla á undarbúningstímabilinu en þeir hefja leik í 1. deildinni á föstudaginn er Ari Gylfason og félagar í FSu mæta í heimsókn. Leikurinn hefst kl 19:15 og fyrir þá sem ekki komast þá er hann sýndur beint á KFÍ TV.

Deila