Um helgina kepptu tvö minniboltalið stúlkna frá KFÍ á fjölliðamóti á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði liðin stóðu sig vel og unnu alla sína leiki örugglega nema hvað KFÍ b tapaði með litlum mun fyrir systurliði sínu KFÍ a. Stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks, spiluðu gríðarsterka vörn og börðust um alla bolta. Leikgleðin og baráttuandinn voru alls ráðandi og ljóst að þarna er á ferðinni hópur sem á eftir að láta að sér kveða í framtíðinni.
KFÍa - Haukar: 45 - 19
KFÍa - KFÍb: 38 - 29
KFÍa - Breiðablik b: 46 - 16
KFÍa - Breiðablik a: 60 - 16
KFÍb - KFÍa: 29 - 38
KFÍb - Breiðablik a: 47 - 27
KFÍb - Haukar: 53 - 16
KFÍb - Breiðablik b: 36 - 16
Deila