Rétt í þessu lauk fjölliðamóti Mb.11 ára hér á Jakanum og voru gestir okkar Njarðvík og Víkingur Ólafsvík, en Fjölnir varð að hætta við á síðustu stundu og voru það því þrjú lið sem háðu keppni í dag.
Fyrsti leikur dagsins var á milli KFÍ og Njarðvíkur og tóku strákarnir okkar þann leik örugglega, lokatölur 57-32.
Stig KFÍ. Hugi 14 stig. Hilmir 14, Haukur Rafn 12, Lazar 11, Arent 2, Egill 2, Benedikt 2.
Stig Njarðvíkur.Garðar 12 stig, Jan 6, Óskar 6, Auðunn Snorri 2, Mikael Máni 2, Viktor Freyr 2, Sverri Þór 2..
Leikur tvö var leikur Víking og Njarðvíkur og lauk honum með sigri Víkings. Lokatölur 60-19.
Stig Víkings. Sumarliði 18 stig, Arnleifur 8, Pétur 6, Brynjar 6, Birta 6, Einar 4, Ívar 3, Baldur 3, Trausti 2, Brigir 2, Pétur 2.
Stig Njarðvíkur. Viktor 6 stig, Jan 4, Hilmar 4, Garðar 3, Jökull 2.
Lokaleikur mótsins var svo leikur Víkings og KFÍ og fóru Víkingar með sigur þar og fara upp. Lokatölur 59-27.
Stig Víkings. Arnleifur 11 stig, Baldur 10, Einar 6, Sumarliði 6, Pétur 6, Brynjar 6, Hjörvar 6, Ívar 4, Árni 2, Birgir 2.
Stig KFÍ.Haukur Rafn 8 stig, Lazar 6, Þorleifur 6, Kjartan 2, Hugi 2, Óli 2.
Það eru greinilegar framfarir hjá strákunum okkar. Við náðum að sigra Njarðvík sem við töpuðum fyrir fyrr í haust og töpuðum svo einum leik, þannig aðp við erum mjög sátt og gaman að sjá öll þessi lið hér. Nú er bara að æfa vel fyrir næsta mót og mæta vel stemmdir þar.
Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna til Ísafjarðar og óskum þeim góðrar heimferðar.
Áfram KFÍ
Deila