Á dögunum var gengið til samninga við stúlkurnar í KFÍ og er það mikið ánægjuefni fyrir félagið. Stjórnin ætlar að setja kraft í meistaraflokk félagsins fyrir átök vetrarins og eru þessar stelpur inn í þeim plönum ásamt eldri og reyndari leikmönnum KFÍ. Pétur Már þjálfari er ánægður með áhuga stúlknanna, en þær eru nú í æfingum hjá Mörthu Erntsdóttur sem kemur þeim í gott form fyrir æfingarnar í haust. Það má gera ráð fyrir sterkum stelpum í 1. deildina sem og yngri flokkum KFÍ.
Áfram KFÍ
Deila