Strákarnir úr meistaraflokk voru í þessu að klára leik gegn ÍA og unnu tíu stiga sigur 83-72. Þar með komumst við aftur í efsta sætið. Þess má geta að þeir fóru einungis átta að vestan vegna prófa hjá "púkunum" okkar. Matt meiddist í vikunni en Óli sjúkraþjálfari var með Matt í meðferð og "límdi" hann í morgun áður en lagt var í hann.