Þetta nægði til þess að starta vélinni og við unnum fjórða leikhluta 21-11 og leikinn því 82-72 og fögnuðu leikmenn og áhorfendur okkar mikið í leikslok.
Pance fór í gang og setti niður 6 þrista í röð og kveikti heldur betur í strákunum sem fylgdu með í kjölfarið og leikurinn snerist algjörlega við. Pance, Craig og Matt voru að öðrum ólöstuðum menn leiksins, en Danni og Florijan stigu upp þegar á þurfti að halda. En þessi sigur var samt sem áður sigur liðsheildarinnar og sýndu strákarnir góðan karakter að gefast ekki upp.
Þór er sýnd veiði, en ekki gefin og þeir eiga eftir að hala inn stig. Hjá þeim voru Bjarki, Siggi, Elvar og Wes bestir í kvöld. En allir sem þeir tefldu fram börðust eins og ljón.
Darco var ekki með KFÍ í kvöld. Leikheimild fyrir hann náðist ekki fyrir helgi og hann sat því í borgaralegum klæðum á bekknum. En aðrir stigu upp og tvö stig eru komin í hús.
Það er greiniegt að sunnudagskvöld henta mjög vel til leikja því að rúmlega 200 manns voru á leiknum og mikil stemning á Jakanum.
Stig KFÍ skiptust þannig.
Craig 29 (3 þriggja)
Pance 20 (6 þriggja)
Matt 17 (25 fráköst)
Danni 7
Florijan 4
Hjalti 3
Þórir 2
Stig Þórs.
Wes 19
Bjarki 19
Siggi 15
Elvar 11
Páll 3
Sigmundur 3
Sindri 2
Áfram KFÍ
Deila