Fréttir

Slæm byrjun og áttum ekkert skilið gegn Njarðvík

Körfubolti | 25.02.2013
Enn einn stórleikur hjá Damier
Enn einn stórleikur hjá Damier

Enn og aftur er það byrjun í leikjum sem gerir þaða að verkum að við missum lið frá okkur og þegar lið eins og Njarðvík kemur hér með vígtennur sjáanlegar þá er ekki gott að vera í hlutverki þess að sjá um að fægja þær og slípa. Við hleyptum þeim í skotsýningu og vorum í hlutverki áhorfandans og reyndum að svara með þriggja stiga áhlaupi sem gekk ekki og þá áttum við að sækja að körfunni fast og nýta skotklukkuna betur, en það kom of seint og Njarðvík fór með öruggan og sanngjarnan sigur með sér heim í farteskinu. 

 

Það var vörn okkar eða öllu heldur ekki vörn sem fór með þennan leik. Við leyfðum gestunum að ná sér í 65 stig í fyrri hálfleik og það verður þó að viðurkennast að Njarðvík spilaði sparileik í kvöld og var alveg sama hver kom inn á hjá þeim, allir skiluðu sínu. Þeir létu boltann ganga á milli kanta og fundu góð skotfæri sem fóru flest öll niður og nýting þeirra var frábær sem og spilamennska.

 

Ef ekki hefði verið fyrir þátt Damier þá hefði þetta orðið enn verra. Hann er magnaður og hélt okkur inni í leiknum. Það verður þó að koma fram hér að leikurinn gegn Þór á föstudag sat í okkar strákum og hefði verið vel þegið að hafa fengið meiri hvíld á milli leikja þar sem menn voru á ferðalagi fram á laugardag, en það afsakar þó ekki að við eigum að berjast þangað til að klukkan glymur í leikslok.

 

Dómarar leiksins voru of áberandi.

 

Nú er að þjappa mönnum saman og gera sig klára í næsta leik sem er gegn ÍR úti á fimmtudag.

 

Stig KFÍ.

Damier 45 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar, 2 stolnir.

Ty 15 stig, 6 fráköst, 2 varin.

Mirko 12 stig, 14 fráköst, 1 stolinn.

Kristján 8 stig, 5 fráköst.

Jón Hrafn 6 stig.

Hlynur 3 stig, 2 fráköst.

Stefán 2 stig.

Gummi 2 stig, 2 fráköst og 1 varinn.

 

Áfram KFÍ.

 

Deila