Fréttir

Slagsmál gegn Haukum

Körfubolti | 10.03.2011
Pance átti stórleik í kvöld
Pance átti stórleik í kvöld
Stutt útgáfa af leik KFÍ gegn Haukum er sú að allir hafi verið á taugum frá byrjun og töf varð á leiknum vergna tæknilegra vandamála. Leikurinn var mjög skemmtilegur á köflum, en í upphafi fjórða leikhluta fóru tveir leikmenn að berja á hvor öðrum þeir Davíð hjá Haukum og Darco, en við það myndaðist pirringur og menn komu af bekknum til að róa menn. Úr varð mikið moð og urðu dómararnir að fara til þessa að skoða myndabandsupptöku af leiknum "a la NBA" og komu vopnaðir feykilega stórum lista af nöfnum og fóru að tína menn út úr húsi. Svo fór að lokum að átta leikmönnum var vikið úr húsi, fjórir úr hverju liði. 

Þess má geta að hvorki Marko né Craig léku í kvöld vegna meiðslna og munar um minna.

Það er leiðinlegt að svona þurfti að fara því leikurinn var opinn og gat farið á hvorn veginn sem var. En sex menn úr KFÍ þar af þrír græningjar máttu sig lítinn og svo fór að við töpuðum með tuttugu stigum, Ingvar, Leó, Nonni og Gautur spiluðu allir í kvöld og Ingvar var með 100% nýtingu með 5 stig og tvö fráköst. Þeir þurftu að stíga upp á erfiðum tíma og komust vel frá sínu. lokatölur 88-68. Pance bar af í kvöld og var sjóðandi heitur og endaði með 26 stig (6 þriggja), Rich var með 14 stig og 13 fráköst.

Tölfræði leiksins Deila