Það var ekki margt sem gladdi augað í leik okkar gegn Stjörnunni í kvöld í Lengjubikarnum og töpuðum við leiknum sanngjarnt og lokatölur 98-66. Það var rétt í byrjun sem við gerðum rétt og sýndum baráttu, en við virkuðum þreyttir og áttum fá svör. En það góða við þessa helgi eru leikir sem við erum að fá til að slípa saman menn og kærkomin reynsla kemur með í farteskinu heim.
Núna er leiðin heim og verður æft stíft þessa vikuna fyrir tvo heimaleiki sem eru n.k. föstudag og sunnudag á Jakanum gegn Hamar og Skallagrím og eru menn okkar ákveðnir að sína sitt rétta andlit þar.
Tölfræðin er hér en taka ber hana varlega þar sem mikið var um mistök við skráningu.
Áfram KFÍ
Deila