Fréttir

Slakur leikur hjá okkur og tap gegn Ármann/Þrótt

Körfubolti | 18.12.2009
1 af 2

Það er ekki hægt að finna margt jákvætt í leik okkar í kvöld gegn Ármann/Þrótt. Leikurinn var í járnum allt frá byrjun og eftir jojo körfubolta hjá báðum liðum þá vorum við betri í fyrsta fjórðung og leiddum eftir hann 22-17, en Á/Þ sneri þessu við í öðrum fjórðung og fóru í 23-18 og þegar farið var til hálfleiks þá var staðan jöfn 40-40.

Þriðji leikhluti var algjörlega eign Á/Þ og þeir tóku hann 20-12 !! Hörmuleg vörn og léleg sókn þar sem við hentum boltanum útaf hvað eftir annað og það má segja að leikurinn hafi farið þar. Í síðasta fjórðung girtum við okkur í brók og náðum að vinna hann 25-22, en það var of seint og lokatölur 83-77 og tap staðreynd.

Það sem er verst eru tapaðir boltar eða 18 stykki. Eins var leiðinlegt að sjá að þriggja stiga skot okkar voru fleiri en tveggja stiga. Það kann ekki góðri lukku að stýra og eitthvað sem við þurfum að laga. Bestu menn KFÍ í kvöld voru þeir Craig, Matt og Þórir. Craig var með 30 stig, Matt 16 og reif niður 18 fráköst en tapaði 6 boltum og Þórir 10 stig.

Við réðum ekkert við besta mann vallarins sem var John Davis, en hann var með 33 stig, 12 fráköst og frábæra nýtingu í skotum sínum.

En þetta er enginn heimsendir. Við lærum af þessum leik og komum brjálaðir til leiks á nýju ári :)

Deila