Fréttir

Smá moli úr bænum

Körfubolti | 03.10.2010
Strákarnir eru að standa sig vel
Strákarnir eru að standa sig vel
Í þessum töluðu orðum er fundur hjá Joe og strákunum og þeir að gíra sig upp fyrir leikinn gegn Haukum sem er kl. 13.00. Við höfum verið á Hótel Cabin undanfarnar tvær nætur og strákanir hafa verið til fyrirmyndar og félagi sínu og Ísafjarðarbæ til mikils sóma. Reglur voru einfaldar, allir komnir í herbergi sín kl. 00.00 og sameiginlegur morgunmatur kl. 09.00. Það hefur allt gengið að óskum og þeir hafa líka verið duglegir að nema skólafræðin.

Eftir leikinn brunum við heim á leið og er erfið vika framundan hjá strákunum þeir eru að fara í fjögur til sex próf og svo er erfiður leikur framundan. Ég mun hringja inn úrslit á síðuna eftir leikinn gegn Haukum, en set svo inn umfjöllun um hann þegar við komum heim í kvöld.

Kveðja frá hópnum.
Fararstjóri Deila