Fréttir

Stelpurnar í meistaraflokk með góðan sigur á Jakanum

Körfubolti | 10.12.2011
1 af 4

Stelpurnar fylgja strákunum eins og skugginn og unnu auðveldan sigur gegn Borgnesingum í dag. Lokatölur 69-39.

 

Leikurinn byrjaði með þriggja stiga körfu beggja vegna vallarins og var mikil barátta hjá báðum liðum. Og greinilegt var að Borgarnes stelpurnar ætluðu að berjast fyrir sínu og var það staðreyndin í fyrsta leihluta. Þær settu upp svæðisvörn sem hefti okkar stelpur í byrjun og mikil frákastabarátta varð strax staðreynd. Staðan eftir þann fyrsta 18-11.

 

Áfram varð sama barátta meðal beggja liða og skoruðu okkar stúlkur 14 stig gegn 11 stigum gestanna og staðan í tepásunni. 32-20.

 

Í byrjun þess þriðja komu gestirnir úr Borgarnesi með flott áhlaup og náðu að vinna sig inn í leikinn með 16-13 og í upphafi þess fjórða var staðan. 45-36 og aftur kominn leikur. En til að gera alnga sögu stutta var úthald okkar stúlkna einfaldlega meira og við unnum öruggan sigur í fjórða og síðasta leikhluta 24-3 og leikinn 69-39.

 

Hjá KFÍ áttu Svandís og Sólveig stórleik.  Svandís var með 17 stig og 15 fráköst og Sólveig með 11 stig og 14 fráköst Anna Fía kom rétt á eftir með 13 stig og 4 fráköst. Sirrí Gaua með 10 stig 5 fráköst, Sunna 6 stig og 6 fráköst, Eva Krisjáns með 4 stig, 6 fráköst, Vera 4 stig, 2 fráköst og Guðlaug og Hafdís með sitthvor 2 stigin og Hafís bætti stórum 6 fráköstum við.

 

Það er ekki slor að skora 69 stig og vera með 67 fráköst ! Og var það málið í dag. Gríðarlegur dugnaður og liðsvinna skóp þennan sigur fyrst og fremst og núna eru stelpurnar í 2. sæti 1. deildar kvenna.

 

Áfram KFÍ

Deila