Kvennalið KFÍ hefur verið á mikill siglingu undanfarið en liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína. Á sunnudaginn kemur, þann 14. desember kl. 14:00, mæta stelpurnar Fjölni hér heima. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og sitja því jöfn að stigum í 3.-5 sæti deildarinnar ásamt Tindastóli. Því má segja að leikurinn á sunnudag sé í raun barátta um þriðja sætið en það lið sem sigrar á sunnudaginn á góðan möguleika á að komast í 3. sæti deildarinnar nema að Tindastóll sigri sinn leik og endi með hagstæðari stigahlutfall eftir hann.
Sem fyrr segir hefst leikurinn kl. 14:00 á Tornfesi. Allir að mæta og hvetja stelpurnar áfram á sigurbraut!
Þess má einnig geta að karlalið KFÍ mætir Hetti á Egilsstöðum föstudaginn 12. desember og verður spennandi að sjá hverning sá leikur fer en okkar menn töpuðu naumt í tveimur heimaleikjum gegn Hetti í haust og hafa þeir því harma að hefna.
Deila