Fréttir

Stelpurnar næstar á dagskrá

Körfubolti | 20.02.2012
Strákar færið ykkur...
Strákar færið ykkur...

Það er klárt mál að stelpurnar í meistaraflokk ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttu sinni í 1.deild kvenna og ætla þær sér sigur í deildinni.

 

Takmarkið er sett á að sigra 1. deildina en þær eru núna í 2-3 sæti með 14 stig og tvo tapaða leiki ásamt Stjörnunni, en Grindavík er á toppnum með 18 stig og einn tapaðan leik.

 

Núna um helgina kemur lið Stjörnunnar frá Garðabæ á Jakann og leika hér tvo leiki við stelpurnar. Sá fyrri er á föstudagskvöldið og hefst kl. 18.30 og sá síðari á laugardag kl. 14.00.

 

KFÍ-TV ætlar að vera með beina útsendingu frá síðari leik liðanna á laugardaginn.

 

Það er þó von okkar að við komum og stuðjum við bakið á stelpunum, þær eru búnar að standa sig frábærlega og eru tilbúnar fyrir verkefni helgarinnar.

 

Fjölmennum á leikina og öskrum stelpurnar áfram.

 

Áfram KFÍ

Deila