Fréttir

Tufa og Vladan til starfa hjá yngri flokkum

Knattspyrna | 03.10.2024

Vladimir Tufegdzic eða Tufa eins og hann er jafnan kallaður og Vladan Djogatovic hafa tekið til starfa hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra. Tufa mun þjálfa 2. og 3. flokk karla og mun Vladan vera honum til aðstoðar.

Einnig mun Vladan vera markmannsþjálfari yngri flokka en hann hefur verið markmannsþjálfari meistaraflokks karla á þessu tímabili.

Tufa hefur leikið með meistaraflokki karla hjá Vestra frá árinu 2020 og sannarlega verið frá fyrsta degi mikill og góður félagsmaður og lykilmaður innan sem utan vallar.

Eins og allir vita þá er Tufa gríðarlega reynslumikill leikmaður en hann hefur leikið á Íslandi frá árinu 2015 og þar áður í heimalandinu Serbíu í fjölmörg ár. 

Vladan hefur sömuleiðis komið sterkur inn í félagið og staðið sig vel í sínu hlutverki.

Við bjóðum þá félaga velkomna til starfa.

ÁFRAM VESTRI

 

 

Deila