Fréttir

Stelpurnar okkar með góðan útisigur gegn Skallagrím

Körfubolti | 22.10.2012
Eva var stigahæst í gær
Eva var stigahæst í gær

Í gær fóru stelpurnar í Borgarnes og spiluðu gegn Skallagrím. Við erum með gjörbreytt lið frá því í fyrra. og höfum misst mikið úr liði okkar en þær Svandís, Sólveig og Hafdís eru hættar og munar svo sannarlega um minna. En við erum búin að fá Stefaníu til baka og svo er litla systir Craig komin en það er orkuboltinn Brittany Schoen þannig að við verðum flott í vetur. Það eru yngri stelpur að koma upp og er yngsta stelpan 13 ára. 

 

Við byrjuðum leikinn ágætlega og jafnt var á flestum tölum en við vorum aðreins sprækari í byrjun og leiddum eftir fyrsta leikhluta 11-14. Og áfram hélt baráttan í öðrum leikhluta, en stelpurnar úr Skallagrím náðu að komast fram úr með góðri baráttu og leiddu 25-23 þegar fjórar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. En þá tók við línuskotsmaraþon (víti) hjá okkur og vorum við á þessari frægu línu fram að hálfleik og settum sex af tíu skotum ofan í ásamt einni körfu inn á milli og leiddum í hálfleik  25-32.

 

Meira jafnræði var með liðunum í þeim þriðja og að honum loknum vorum við yfir 46-48 og allt opið. Og það var sama í þeim fjórða. Bæði lið voru að spila fínan bolta og sáust flott tilþrif hjá stelpunum. Svo fór að lokum að Skallagrímsstelpur gleymdu Brittany örlítið þegar 6 sekúndur voru eftir af leiknum og hún þakkaði pent fyrir sig og óð upp að körfu, setti sniðskot ofan í og kom okkur yfir einu stigi 65-66. Skallagrímur átti síðasta skotið sem geigaði og sætur sigur í höfn.

 

Ef marka má fréttir frá Borgarnesi þá var Brittany allt í öllu hjá okkur, en það er ekki að sjá á skýrslunni og eins og við vitum er þetta þannig í körfu að fimm leikmenn þar til að spila leikinn hverju sinni á vellinum og þær spiluðu liðsbolta hjá okkur og skiluðu þessum sigri.

 

Hjá okkur var hin 15 ára Eva Margrét Kristjánsdóttir stigahæst með 23 stig og slatta af fráköstum. Næst henni var hin snaggaralega Brittany sem er alveg eins og bróðir hennar og spilaði okkar stelpur uppi. Hún var með 19 stig og helling af stoðsendingum. Hin síunga Stefanía Ásmundsdóttir var öflug í vörn og sókn og skilaði 15 stigum í körfuna og var frákastahæst okkar. Anna Fía er að stíga upp úr meiðslum en reyndist okkur góð í gær með 5 stig. Og þær Rósa og Sunna settu 2 stig hvor um sig. Allar stelpurnar eiga hrós skilið fyrir góða baráttu.

 

Vörnin skilaði þessum í hús og er þetta góð byrjun á skemmtilegu tímabili. Ofurfararstjórinn Óðinn Gestsson fór með stelpurnar suður eins og svo oft áður og er góður sem "alt muligt man". Gott að eiga frábæra að þar.

 

 

Áfram KFÍ 

Deila