Fréttir

Stofnfundur Vestra

Körfubolti | 14.01.2016
Við hæfi að henda inn gamalli mynd úr starfinu á svona tímamótum
Við hæfi að henda inn gamalli mynd úr starfinu á svona tímamótum

Komið er að lokakafla í vinnunni við sameiningu íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Komið er að stofnfundi íþróttafélagsins Vestra.

 

Fundurinn mun fara fram laugardaginn 16. janúar 2016 kl. 16.00 á fjórðu hæð Stjórnsýsluhúss Ísafjarðarbæjar.

 

Að baki stofnunar Vestra eru fimm íþróttafélög sem stefna að sameiningu undir merkjum hins nýja félags.  Félögin eru Boltafélag Ísafjarðar (BÍ88), Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar (KFÍ), Blakfélagið Skellur, Sundfélagið Vestri og knattspyrnudeild UMFB í Bolungarvík.

 

Að lokinni hefðbundinni dagskrá verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar.  

 

Félagsmenn er hvattir til að mæta.

 
 
Deila