Fréttir

Stór dagur fyrir krakkana þegar hetjurnar mættu á svæðið

Körfubolti | 08.06.2012
Jón Arnór er flottur drengur og frábær fyrirmynd
Jón Arnór er flottur drengur og frábær fyrirmynd
1 af 8

Það er óhætt að segja að krakkarnir jafnt sem fullorðnir hafi fengið eitthvað fyrir sinn snúð þegar Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson og formaður KKÍ Hannes S. Jónsson mættu galvaskir.

 

Jón Arnór og Hlynur hafa margsannað ágæti sitt með innlendum og erlendum vettvangi. Jón kom inn og talaði við krakkana í salnum og mátti heyra saumnál detta þegar hann útlistaði feril sinn og sagði krökkum hvernig á að verða betri í þessari göfugu íþrótt. Ræða hans var heilar 35 mínútur sem er nýtt met og erum við himinlifandi með hans framlag.

 

Hlynur mun halda áfram hér yfir helgina en Jón og Hannes halda suður í kvöld. Við þökkum þessum herramönnum kærlega fyrir að koma hér og miðla af reynslu sinni og visku. Það er nauðsynlegt að fyrir okkur öll að miðla af þekkingu okkar til allra og þetta er góð leið til þess að fá svör við hinum ýmsu spurningum sem kunna að brenna á öllum sem koma að þessari frábæru íþrótt.

 

Hannes tók góðan fund með stjórn KFÍ og fór eins og stormsveipur á meðal allra iðkenda og foreldra og reitti af sér fróðleik og visku. 

 

Sjá hér góða umfjöllun á www.vestur.is

 

Kærar þakkir að Vestan 

Deila