Það verður hörkuleikur í boði á föstudagskvöldið 14.febrúar þegar strákarnir úr Haukum koma á Jakann. Fyrri leikur okkar gegn þeim fór 73-67 í Hafnarfirði og var hörkuleikur þar sem við klúrðuðum fjórða leikhluta illa. Það er tilhlökkun í hópnum okkar sem fengu skell í síðasta leik gegn Grindavík og ætla að sýna tennurnar.
Það verður enginn svikinn af því að koma á Jakann. Við byrjum á að kveikja undir Muurikka pönnunni hjá meistara Steina sem er galdramaður að mennt þegar kemur að matreiðslu og hefst sú veisla kl.18.30 stundvíslega. Nú þegar fólk hefur borðað sinn Ísborgara þá er það kaffi "a la Unglingaráð" og svo leikur kl.19.15. Ekki dónalegt það.
Þeir sem eru utan svæðis og komast ekki á leikinn fá allt beint í auga frá drengjunum úr KFÍ-TV og byrja þeir útsendingu kl.18.50.
Áfram KFÍ
Deila