Fréttir

Stórleikur á Jakanum fimmtudagskvöld í Iceland Express deildinni

Körfubolti | 14.12.2010
Verða gleðleg jól hjá þér og KFÍ ?
Verða gleðleg jól hjá þér og KFÍ ?
Það er sannkallaður stórleikur hér heima á Jakanum fimmtudagskvöldið n.k. þegar meistaflokkur karla tekur á móti liði Hauka frá Hafnarfirði. Það er alveg ljóst að þetta verður mikill baráttuleikur og ekkert verður gefið eftir. Okkar strákar líkt og lið Hauka verða að sigra og létta af pressunni fyrir nýtt ár.

Það verður sannkölluð jólastemning á leiknum og verða gefnar jólagjafir og skotleikir verða þar sem hægt er að vinna sér inn flugferð með Flugfélag Íslands og einnig hægt að næla sér í matarkörfu að upphæð 10.000 krónur frá Samkaup. Það er því fullt að gerast á leiknum og um að gera að koma standa þétt upp við KFÍ og eiga séns á að verða heppinn einnig.

Koma svo 1,2,3 KFÍ Deila