Körfubolti | 26.10.2009
Craig komin á svif!
Mateuz stóð vaktina í kvöld!
Þeir sem komu á leik KFÍ og Hauka í kvöld voru ekki sviknir um skemmtun. Bæði lið börðust eins og ljón og á tímabili var leikurinn kominn í þras og leiðindi, en góðir dómarar leiksins í kvöld héldu öllu innan marka og úr varð hin besta skemmtun. KFÍ byrjaði af feyknar krafti og náðu forustu snemma leiks með góðum leik í vörn og sókn og staðan eftir fyrsta leikhluta 21-10. Þar voru Matt, Darko, Þórir og Craig sem gáfu tóninn.
Annar leikhluti var jafnari og kom Helgi Einarsson vel inn í leikinn, reif niður fráköst og skoraði góðar körfur ásamt þeim Óskari, Elvari og Sævari. En barátta strákanna í KFÍ var frábær og náðu þeir 12 stiga forskoti og þegar gengið var til hálfleiks var staðan 40-29 og vörnin þvílíkt að virka gegn Haukunum.
Það var ekkert sem gaf það í skyn að KFÍ ætlaði að láta forskotið af hendi og eftir fjögurra mínútna leik í þriðja leikhluta var staðan orðinn 48-33 og allir áhorfendur farnir að sjá fyrir sér burst, en Adam var ekki lengi í paradís. Haukarnir vöknuðu af værum blundi leiddir áfram af Sævari, Elvari og Davíð og náðu þeir ásamt Lúðvík Bjarnasyni að minnka muninn í tvö stig þegar síðasti leikhluti hófst, staðan 55-53 og allt orðið opið.
Craig og Matt gerðu fyrstu stig fjórða leikhlutans og staðan 60-53. Sævar svaraði fyrir Hauka með tveim stigum, 60-55. En Þá kom frábær leikfletta hjá KFÍ sem endaði með góðri körfu frá Pance, og Craig bætti í og kom KFÍ í 66-55 og þá var sem allur kraftur færi úr strákunum úr Haukum.
Eftirleikurinn var auðveldur hjá KFÍ og lönduðu þeir sanngjörnum sigri 82-69.
Hittni KFÍ var mjög góð og á vítalínunni var nýtingin 87% (13-15) en hjá Haukum 56% (15-27). En það var varnarleikur KFÍ sem gerðiu það að verkum að þessi leikur vannst. Þeir lokuðu á skot Hauka og fóru grimmt í alla lausa bolta. Til dæmis tóku Haukar níu þriggja stiga skot, en hittu ekki úr einu þeirra. Þetta Haukalið er samt sem áðu mun betra en þessi leikur gefur til kynna. KFÍ var bara tilbúnir í leikinn og gerðu það sem fyrir þá var lagt.
Besti maður vallarins var Craig Schoen með 31 stig og spilaði eins og sá sem valdið hefur. Hjá Haukum voru þeir Helgi Einarsson, Sævar Haraldsson og Óskar Magnússon ágætir, en Helgi bar af í stigaskori.
Stig leiksins.
KFÍ.
Craig 31 stig.
Matt 16.
Darko 13.
Þórir 10.
Pance 7.
Florijan 3.
Leó 2.
Haukar.
Helgi 23 stig.
Sævar 13.
Óskar 10.
Davíð 6.
Lúðvík 6.
Sveinn 5.
Elvar 4.
Emil 3.
Örn 2.
GÞ.
Tölfræði leiksins
Deila