Körfubolti | 14.11.2009
Strákarnir byrjuðu daginn á leik við ÍA og byrjuðu strákarnir af krafti og eftir fyrsta leikhluta var staðan 21-6 og voru Sigmundur, Ingvar, Hákon og Óskar iðnir við að koma boltanum ofan í körfuna.Í öðrum leikhluta var vörnin að skila sínu og tókst skagastrákunum erfiðlega að komast í gegn. Þeir náðu aðeins að skora tvö stig gegn níu stigum KFÍ og staðan í hálfleik 29-8. Við hentum boltanum ofr út af og víanýting var ekki góð. Í þriðja leikhluta var frekar jafnt með liðunum og strákarnir í ÍA börðust mjög vel og náðu að komast aðeins inn í leikinn og staðan í lok þriðja var staðan 42-22. En KFÍ spýttu í lófa og kláruðu leikinn með glans. Lokatölur KFÍ 56 ÍA 30. Vítanýting okkar var slök (16/7) en baráttan var til fyrirmyndar. Gautur Arnar varði fjörgur skot í leiknum og kom sterkur inn af bekknum. Stig skiptust svona; Gummi Gumm 16, Ingvar V. 10, Hákon V. 9, Sigmundur Ragnar H. 7, Gautur Arnar G. 7, Kormákur Breki V. 6, Óskar K. 5, Andri Már. 2.
Seinni leikur þeirra var gegn Fsu, en þessi lið áttust við fyrir tveim vikur á Selfossi, þar sem KFÍ fór með naumar tveggja stiga sigur heim 58-56 og var því vitað að þetta yrði baráttuleikur. Og það rættist hekdur betur. Í byrjun voru drengirnir að henda sér á alla bolta og sáust flott tilþrif á báða bóga. Efit jafna byrjun sigu KFÍ strákarnir fram úr og leiddu 19-13 eftir fyrsta leikhluta. Sama var upp á teningnum í öðrum leikhluta og baráttan skein úr andlitum beggja liða. Þegar haldið var til hálfleiks var staðan 34-28 og vitað að hvorugt lið myndi gefa eftir. Þriðji leikhluti var eign Fsu og var sem hálfleikurinn hefði farið öfugt í okkar menn. Staðan fyrir síðasta leikhluta 46-40 og allt opið. En Borce þjálfari messaði yfir okkar strákum og það svínvirkaði. Við unnum síðasta leikhlutann 13-7 og leikinn því 58-47. Eins og oft áður var Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Fsu líflegur á hliðarlínunni. Allt var það þó gott og er gaman að sjá kappann að verki :) Gummi var frábær í þessum leik og fór oft illa með strákana úr Fsu. Gaman er að geta þess að í liði Fsu er glæsileg stúlka sem er einnig mjög liðtæk í iðkun körfubolta og heitir hún Marín :)
Stigin í þessum leik skiptust þannig: Gummi Gumm 30, Hákon V. 10, Óskar K. 8, Ingvar V. 5, Sigmundur Ragnar H. 3, Gautur Arnar G. 2.
Áfram KFÍ.
Deila