Fréttir

Strákarnir keyrðu suður

Körfubolti | 16.10.2009
Mynd - Helgi Sigmundsson.
Mynd - Helgi Sigmundsson.
Vegna óhagstæðs veðurs fyrir flug tóku strákarnir sig til og keyrðu suður. Þetta var gert til þess að þurfa ekki að fresta leiknum gegn Hrunamönnum. Það er alltaf vont að þurfa að fresta leikjum og eru bæði meistaraflokkur og drengjaflokkur að spila fyrir sunnan á helginni og það hefði verið erfitt að koma þessu saman ef ekki væri leikur í kvöld.

Meistaraflokkurinn er sem fyrr segir að spila gegn Hrunamönnum og hefst leikurinn á Flúðum kl.19.15.

Drengirnir eiga tvo leiki um helgina. Sá fyrri er gegn Stjörnunni í Garðabæ og hefst hann kl.16.00 á laugardag.

Síðari leikurinn er gegn Fsu og er á Selfossi kl. 12.30 á laugardag.

Við skorum á brottflutta Vestfirðinga að láta sjá sig og hvetja drengina.

Áfram KFÍ Deila