Fréttir

Stúknaflokkur sigraði báða leikina í dag

Körfubolti | 13.11.2011
Flottar stelpur
Flottar stelpur

Í dag spilaði stúlknaflokkur gegn Þór Akureyri og ÍR og sigruðu þær í þeim báðum.

 

Fyrri leikurinn var gegn Þór Ak. og svæðisvörnin virkaði mjög vel, baráttan mikil og lönduðu þær auðveldum sigri, lokatölur 63-28.

 

Í seinni leiknum var svæðisvörnin ekki að virka jafnvel og staðan í hálfleik 26-21. Í seinni hálfleik skipti Anna Fía yfir í maður á mann vörn og þá duttu stelpurnar í gang og lönduðu öruggum sigri. Lokatölur 59-33 og fengu þær sem sagt aðeins á sig 8 stig í þeim síðari.  

 

Niðurstaðan tveir sigrar og tvö töp, en stelpurnar að slípast vel saman og er þjálfari þeirra ánægð með framfarirnar. Þær eru á leið heim og er búist við þeim heim í hlað um kl. 20.00 og báðu þær um kveðjur vestur.

 

Áfram KFÍ

Deila