Fréttir

Stúlknaflokkur í A-riðil eftir sigur um helgina

Körfubolti | 03.02.2013
Þessar unnu fyrir sínu í dag
Þessar unnu fyrir sínu í dag
1 af 4

Sameinað lið KFÍ/Tindastóls og Harðar frá Patreksfirði sigraði alla sína leiki um helgina sem haldið var hér á Ísafirði og í Bolungarvík og fara þær upp í A-riðil.

 

Stelpur frá Fjölni, Haukum og Breiðablik ásamt okkar stúlkum tóku þátt í fjölliðamóti sem haldið var hér heima um helgina og tókst vel til með alla framkvæmd mótsins þökk sé frábæru fólki í stjórn unglingaráðs, stjórnar KFÍ og félagsmönnum okkar. Allt gekk eins og í sögu og er óhætt að skrifa hér að KFÍ ætti að fá fleiri fjölliðamót hérna heima, því nægt er plássið og mannauður með.

 

Áður er farið er í leikina viljum við taka sérstaklega fram hve flottir fulltrúar komu frá þessum félögum. Þjálfarar og leikmenn voru til sérstakrar fyrirmyndar og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir komuna og vonandi sjáum við þau í hinum árlegu æfingabúðum KFÍ í júní n.k.! 

 

Leikirnir hófust kl.16.00 í gær með leik KFÍ/Tindastóls/Harðar gegn Fjölni og voru okkar stelpur algjörlega tilbúnar í verkefnið með fókusinn réttan og vörnin frábær. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 15-0 og ljóst að róðurinn yrði erfiður hjá Fjölni. Þær voru samt að fá fín skot en þau voru ekki að detta. Staðan í hálfleik var 39-8. Sama barátta var til staðar hjá okkar stelpum sem voru að spila vel saman og heildin mjög góð. Leikurinn endaði 54-12 og fyrsti sigurinn á ís.

 

Stig okkar stúlkna.

Rósa 23

Eva 12

Ólína 10

Árdís 4

Jóna 3

Guðfinna 2

 

Stig Fjölnis:

Elísa 4

Sigrún 2

Fanney 2

Margrét 2

Gyða 2

 

Næsti leikur var viðureign Hauka og Breiðablik. Haukar hafa að skipa frábæru liði og er sama hvar borið er niður, hópurinn er frábær. Þær tóku Blika létt með snilldar leik. Lokatölur 94-34.

 

Stig Hauka:

Sólrún 22

Silvía 20

Þóra 14

Aldís 8

Inga 8

Dýrfinna 8

Sigrún 7

Rósa 7

 

Stig Breiðabliks:

Anita 32

Svandís 4

Hlín 2

 

Þá var komið að leik Hauka gegn Fjölni og var sami kraftur í Haukum sem tóku Fjölni stórt, en stelpurnar úr Grafarvoginum gáfust ekkert upp, þær einfaldlega lentu í Haukum í ham og lokatölur 108-13.

 

Stig Hauka:

Silvía 31

Sólrúna 27

Þóra 23

Aldís 11

Rósa 8

Inga 6

Sigrún 2

 

Síðasti leikur fyrri dags mótsins var síðan leikur okkar stúlkna gegn liði Breiðabliks og var sá leikur jafnari og Blikastelpur að spila ágætlega, en þessi datt þó okkar megin og lokatölur 53-28.

 

Stig okkar:

Eva 22

Árdís 8

Málfríður 6

Rósa 6

Ólína 6

Jóna 5

 

Stig Breiðabliks:

Aníta 13

Helena 12

Hlín 2

Svava 1

 

Í morgun var svo seinni dagur fjölliðamótsins og voru það lið Breiðabliks og Fjölnis sem mættust í fyrri viðureigninni og var þar um hörkuleik að ræða og stelpurnar í báðum liðum áveðnar að sigra þennan leik. Þessi viðureign var mjög spennandi og var það ekki fyrr en í síðasta leikhlutaum sem Blikar náðu yfirhöndinni og silgdu leiknum í öruggt skjól. Lokatölur 47-38.

 

Stig Breiðabliks:

Anita 26 (átti stórleik)

Helena 9

Svanhvít 8

Svava 2

Árný 2

 

Stig Fjölnis:

Elísa 15

Fanney 12

Sigrún 4

Margrét 4

Arnóra 2

 

Þá var ljóst að leikur okkar stúlkna og Hauka yrði úrslitaleikurinn um hvort liðið færi upp í A-riðil og er óhætt að skrifa hér að þessi leikur bauð upp á allt sem góður körfuboltaleikur hefur. Stelpur beggja liða eiga hrós skilið fyrir mikla baráttu og er ljóst að bæði þessi lið eiga margar góðar stelpur innan sinna raða sem eiga framtíðina fyrir sér. Það var jafnt á öllum tölum í fyrri hálfleik og vörn beggja liða til fyrirmyndar og þegar blásið var til hálfleiks var staðan 22-22 og rafmagnað loftið í Víkinni fögru. En seinni hálfleikur byrjaði með mikilli skotsýningu Evu og Árdísar sem settu þrjár þriggja stiga á fyrstu þrem mínútunum og komust okkar stelpur í þægilegt forskot strax í þriðja leikhluta og var staðan að honum loknum 38-29 okkur í vil. En í þeim fjórða komu Haukastelpurnar brjálaðar til leiks og náðu að minnka forskotið jafnt og þétt, en vörnin hélt og sóknin fylgdi. Okkar stelpur unnu sanngjarnan tveggja stiga sigur. Lokatölur 53-51 og kátína meðal stúlknanna sem tryggðu sér sæti í A-riðli.

 

Stig KFÍ:

Eva 30 stig 

Árdís 12

Ólína 6

Málfríður 2

Guðfinna 2

Rósa 1

 

Stig Hauka:

Sylvía 18

Sólrún 14

Aldís 6

Þóra 6

Sigrún 3

Dýrfinna 2

Rósa 2

 

Það er æðislegt að sjá hve miklar framfarir eru hjá þessum stelpum okkar og vörnin skóp þessa sigra eins og oftast er. Við eigum Lilju inni sem er búin að vera veik og svo stelpurnar frá Patró sem komust ekki þessa helgi. Við skulum heldur ekki gleyma því að þær hafa ekki haft nema nokkrar æfingar saman svo það er margt sem hæt er að laga einnig. Frábært stelpur og til hamingju með þessa helgi. En nú er að gera sig klárar í erfitt verkefni og ekki slaka á!!

 

 

Kærar þakkir fá allir sem komu að þessu móti og sérstakar þakkir fær starfsfólkið í Árbæ í Bolungarvík sem er okkur ávallt góð þegar við þurfum að leita aðstoðar þar og síðast en ekki síst fararstjóri stelpnanna frá Sauðárkrók sem var snilldin ein :) Komdu oftar!!

Deila