Fréttir

Stúlknaflokkur upp um riðill.

Körfubolti | 21.11.2010
Stefanía er að gera góða hluti með stúlkurnar í KFÍ
Stefanía er að gera góða hluti með stúlkurnar í KFÍ
Stúlknaflokkur tók þátt í Íslandsmóti núna um helgina hér á Ísafirði. Stelpurnar voru áður en mótið hófst í c-riðli en þegar að mótinu lauk voru stelpurnar búnar að vinna sér sæti í b-riðli. Þær spiluðu fjóra leiki og unnu þá alla með glæsibrag. Stelpurnar stóðu sig allar vel og merkja má miklar framfarir hjá þeim öllum. En alltaf má gera betur og það er það sem stelpurnar ætla sér að gera, æfa vel og sanna sig fyrir sjálfum sér og öðrum. Því eins og við vitum skapar æfingin meistarann. Stigaskorið var jafnt og þétt hjá stelpunum sem segir að þær voru að spila saman sem lið. Einnig má geta þess að aldurinn er frekar dreyfður eða frá 11 ára til 16 ára en þrátt fyrir það er liðandinn mjög góður. 

Stefanía Ásmundsdóttir

Úrslit helgarinnar voru eftirfarandi ásamt stigaskori:

KFÍ  88- ÍA 27
Eva  32
Sunna 17
Vera 13
Marelle 10
Guðlaug 4
Lovía 4
Lilja 4
Rósa 2
Sigrún 2

KFÍ 47 - Tindastóll 26
Eva 18
Sunna 14
Marelle 5
Guðlaug 4
Vera 3
Rósa 3

KFÍ 51 - Tindastóll 22
Vera 18
Eva 15
Sunna 11
Guðlaug 5
Marelle 2

KFÍ 73 - ÍA 10
Sunna 18
Eva 15
Vera 12
Marelle 12
Lovísa 8
Guðlaug 6
Sigrún 2




Deila