Fréttir

Styttist í æfingabúðirnar hjá okkur og þátttakan mjög góð

Körfubolti | 24.05.2013
Finnur er meira en tilbúinn
Finnur er meira en tilbúinn

Það styttist í að körfuboltabúðir okkar hefjist og er skráningin mjög góð. Það eru komnir iðkendur frá fjórtán bæjarfélögum og hvetjum við þá sem eftir eiga að staðfesta sig í búðirnar að gera það fyrr en síðar. Þjálfararnir eru tilbúnir og er  þjálfaranámskeiðið einnig mjög vel sótt. Við erum með frábæra fyrirlesara og er mikill hugur í þeim.

 

Sem sagt nú er að styttast í búðirnar og ekki of seint að skrá sig, en ekki bíða með það að hafa samband. Hægt er að sjá allt um búðirnar inn á heimasíðu okkar undir "körfuboltabúðir KFÍ 2013" 

 

Við hlökkum til að sjá ykkur.

 

Deila