Fréttir

Styttist í stóru stundirnar

Körfubolti | 08.03.2012
Sweet :)
Sweet :)

Þá er ekki nema rúmur sólarhringur í að KFÍ tekur á móti sigurlaunum fyrir að sigra 1. deildina. Allir hjá KFÍ hafa unnið hart til að ná þessum áfanga og var byrjað í júní á síðasta ári. Og það sem mestu máli skiptir eru fyrirtæki og stuðningsfólk okkar, en án þeirra værum við ekki í þessum sporum. Það er von okkar að Vestfirðingar komi á leikinn annað kvöld og taki þátt í að taka við sameiginlegum verðlaunum okkar Vestfirðinga.

 

Leikurinn hefst kl. 19.15, en við ætlum að byrja hátíðina kl. 18.00 með því að kveikja undir Múrikkunni, selja hamborgara og Coke og gefa krökkum ís. Það er enginn hætta á því að Ísdrengirnir okkar séu að fara að slaka á. Þeir eru vel stemmdir og ekkert annað en sigur er á matseðlinum eins og verið hefur í allan vetur. Og Borgnesingar verða að sigra leikinn til að tryggja sig með gott sæti fyrir úrslitakeppnina í 1. deild um laust sæti með okkur upp, þannig að þetta verður hörkuskemmtilegur leikur !!!

 

Rúnar og Víðir skífuþeytararnir vinsælu ætla að æsa upp liprar fætur og fá fólk til að dilla mjöðmum og eru þeir að kynda upp fyrir Grímuballið á laugardagskvöld sem öllum er farið að hlakka til að sækja, en þetta er í fjórtanda skiptið sem þetta vinsæla teiti er haldið.

 

Fyrir þá sem ekki hafa kost á að koma verða drengirnir á vinsælustu netstöð landsins KFÍ-TV með beina útendingu og hefst hún kl. 18.30, en KFÍ-TV var nú á dögunum valinn sú besta að mati lesendum karfan.is og erum við þakklátir fyrir þessa viðurkenningu og verður til þess að enn meiri metnaður verður settur í útsendingarnar okkar.

 

Þannig að málið er einfalt. Mætum öll á morgun kl. 18.00 og komum með góða skapið, fögnum því að vera komnir í Iceland Express deildina. Og síðan förum við heim eftir að hafa öskrað okkur hás, klárurm búningana okkar og mætum á Grímuball KFÍ á laugardag og dönsum upp að hnjám. Er þetta gott plan ? Já það höldum við nú !!

 

Áfram KFÍ og Vestfirðingar 

Deila