Fréttir

6.-7. flokkar drengja og stúlkna voru á knattspyrnumótum um sl helgi

Knattspyrna | 26.11.2024
7. flokkur stúlkna
7. flokkur stúlkna
1 af 5

Eins og hefur trúlega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með barna og unglingastarfi knattspyrnudeildar Vestra þá er mikið um að vera í leikja og mótahaldi hjá mörgum af okkar flokkum.

Nú um síðastliðnu helgi voru iðkendur í 6.-7. flokki sem eru börn í 1.-4. bekk á tveimur knattspyrnumótum á höfuðborgarsvæðinu.

Annarsvegar tóku 6. flokkar drengja og stúlkna þátt í Jólamóti KIA og Fram í Egilshöll í Reykjavík, og hinsvegar 7. flokkar drengja og stúlkna í KidsCoolmóti Breiðabliks sem fram fór í Fífunni í Kópavogi.

Samtals tóku 5 lið frá Vestra þátt í þessum mótum hvar drengirnir í 6. flokki voru með tvö lið.

Þess má geta að 3 iðkendur úr 8. flokki tóku þátt með 7. flokki og var yngsti þáttakandinn 4 ára :)

Allir okkar krakkar eru sannarlega dugleg að æfa og hafa gríðarlega mikinn áhuga á fótbolta og er framtíðin björt.

Foreldrar iðkenda hjá knattspyrnudeild Vestra er sannarlega duglegur og virkur hópur og m.a. vegna þessa er mögulegt að bjóða börnunum upp á knattspyrnumót á þessum árstíma. 

ÁFRAM VESTRI

Deila