Um helgina fóru 3. flokkur stúlkna og 4. flokkur drengja í æfinga og keppnisferð í Kópavog.
Er þetta í annað skipti á þessu ári sem flokkar frá Vestra fara í slíkar ferðir og eru þær í samstarfi við knattspyrnudeild Breiðabliks. Allar æfingar, fyrirlestrar og æfingaleikir fara fram á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi. Við höfum verið virkilega ánægð með samstarf okkar við knattspyrnudeild Breiðabliks í gegnum tíðina og vonum innilega að það haldi áfram.
Haldið var eldsnemma af stað á föstudagsmorgni og komið heim aftur á sunnudagskvöld(í gær).
Í ferðinni spiluðu bæði lið tvo leiki við lið frá Breiðablik. Það var ein hefðbundin æfing auk liðleikaæfinga, fyrirlestra og heimsóknar í höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Íslands hvar Dagur starfsmaður sambandsins kynnti fyrir leikmönnum starfsemina og húsakynnin.
Ætlunin er að fara í 2 æfinga og keppnisferðir á ári með elstu yngri flokkana og þá í þeim mánuðum sem ekki eru Íslandsmót og að öllu jöfnu fært á milli staða.
ÁFRAM VESTRI
Deila