ÍSÍ býður upp á sumarfjarnám í þjálfaramenntun eins og mörg undanfarin ár. Að þessu sinni verður nám á öllum þremur stigunum í boði, 1. 2. og 3. stigi almenns hluta. Námið hefur verið afar vinsælt undanfarin ár og með auknum áherslum á fagþekkingu og fagleg vinnubrögð íþróttaþjálfara í hvívetna eykst þörfin á náminu enn frekar.
Allar frekari uppl. um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 & 863-1399 og/eða á vidar@isi.is
Deila