Fréttir

Súrt tap gegn Haukum

Körfubolti | 16.11.2013

Enn og aftur eru það leikmenn okkar sem tapa leik og núna gegn Haukum á útivelli. Lokatölur 73-67.

 

Það sem er að hrella okkur eru tapaðir boltar og þannig fara leikir. Í gær voru það 25 tapaðir boltar sem fór með leikinn en við áttum mjög góðan séns að landa sigri og á köflum vorum við að spila ágætlega, en það vantaði herslumuninn og aðalega þurfa aðrir að stíða upp en Mirko og Jason til að dreyfa stigaskorinu. Þessir ágætu menn geta ekki dregið vagninn í allan vetur og er mikil pressa á þá inn á vellinum. En koma tímar koma ráð og við höfum trú á að þessu verði snúið við með sameiginlegu átaki drengjanna og Bigga þjálfara. 

 

 

 

Nánar um leikinn á karfan.is

Deila