Í næstu viku hefjast morgunæfingar fyrir 3.-4. flokk hjá knattspyrnudeild Vestra.
Um er að ræða aukaæfingar fyrir metnaðarfulla leikmenn. Æft verður eftir æfinga og keppnisáætlun knattspyrnudeildar Vestra og munu æfingarnar m.a. hjálpa leikmönnum að bæta færni, taktískan skilning, huglægan styrk o.frv.
Æfingarnar fara fram kl. 06.15.-07.15 og er morgunmatur eftir hverja æfingu.
Þjálfarar á námskeiðinu eru Heiðar Birnir yfirþjálfari yngri flokka og Vignir Snær aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.
Skráning er hafin og fer hún fram í Sportabler eða á netfanginu heidarbirnir@vestri.is
ÁFRAM VESTRI
Deila