Strákarnir okkar héldu suður til Grindavíkur og léku gegn taplausu efstudeildarliði Grindvíkinga. Veittum við þeim samakeppni framan af leik en að lokum fóru leikar þannig að Grindavík vann með 16 stigum 103-87.
Við töpum fyrsta fjórðung með 3 stigum, þeim næsta með 2 og vorum einungis 5 stigum undir í hálfleik, gott mál. Svo kemur þriðji leikhlutinn og töpum við honum með 18 stigum. Þarna sýndu Grindvíkingar mátt sinn og megin og kláruðu leikinn. Við vinnum síðan lokafjórðunginn með 7 stigum og 16 stiga tap staðreynd.
Craig var stigahæstur okkar manna með 23 stig og 8 stoðsendingar, Chris var með 22 stig og 10 fráköst og Ari Gylfa setti síðan niður 17. stig.
Annars má sjá nákvæma tölfræði leiksins hér.
.. og myndir úr leiknum má finna hér í boði Þorsteins Gunnars hjá Salty Tour.
Deila