Ísfirðingar byrjuðu leikinn af krafti og höfðu yfirhöndina í 1. fjórðungi en gáfu aðeins eftir í restina, staðan í lok fjórðungs 11-13 fyrir Hauka. Bæði lið bættu í vörnina í 2. fjórðungi og KFÍ ávallt skrefinu framar, staðan í hálfleik 19-17 fyrir KFÍ.
Barningurinn hélt áfram í 3. leikhluta, bæði lið börðust vel en gestirnir að ná betri tökum á leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Sóknarleikur KFÍ varð sífellt vandræðalegri eftir því sem á leikinn leið. Staðan eftir 3. fjórðung 30-31 fyrir gestina. Í lokafjórðungnum var síðan eitt lið á vellinum því Haukastelpur bættu enn í vörnina og tóku að stela boltum af bakvörðum KFÍ og komast inn í sendingar í gríð og erg. Bensín virtist búið á tankinum hjá KFÍ og lauk leiknum með 15 stiga sigri Hauka, 39-54 eins og áður sagði.
KFÍ liðið barðist vel í leiknum en Haukastelpur reyndust sterkari. KFÍ saknaði sárlega Sirrý Guðjóns sem sat ökklabrotin í gifsi fyrir aftan bekkinn.
Annars skiptust stigin svona:
Stefanía 17, 8-5 í vítum Hafdís 8, 4-4 í vítum Lindsey 8 Marelle 2 Sólveig 2, 3-2 í vítum Vera 2 Deila