Drengjaflokkur fór illa að ráði sínu og missti unnin leik úr höndunum, niðurstaðan tap eftir framlengingu 86-91. KFÍ piltar leiddu allan tímann ef frá eru taldar fyrstu 2 mínúturnar. Forystan var yfirleitt þetta 5-10 stig en á síðustu mínútu leiksins fór KFÍ afar illa að ráði sínu og missa niður 5 stiga forystu á hálfri mínútu. Missa leikinn í framlengingu og KR-ingar reyndust sterkari þar og vinna með 5 stigum.
Strákarnir almennt að spila vel, mjög góðir kaflar sáust og skemmtileg og góð spilamennska. HIns vegar hrundi leikur liðsins í restina og því fór sem fór