Fréttir

Tap gegn KR í gær

Körfubolti | 12.09.2010
Darco var öflugur gegn KR
Darco var öflugur gegn KR
Fyrri leikurinn var gegn lærisveinum Hrafns okkar Kristjánssonar í KR. Það kom í ljós strax á upphafsmínútunum að þarna var alvaran að taka við. Þó að KR vantaði Pavel, Fannar og Skarpa þá voru þeir fantagóðir og verða skemmtilegir í vetur. Þarna voru Jón Orri, Finnur, Brynjar Björn, Hreggi, Ágúst Ángantýss, Óli Ægis og ungu stjörnurnar þeir Martin Hermansson og Mattías Orri Sigurðsson.

Leikurinn var skemmtilegur, en það var smá þeyra í drengjunum okkar frá kvöldinu áður og þessi leikur var kl.10.30. En bæði lið tóku vel á því og sáust frábærir taktar hjá báðum liðum. Allir strákarnir okkar fengu að spreyta sig og er BJ greinilega að sýna þeim að ef þeir fara eftir því sem hann segir þá spilar þú. En hann hikar ekki við að taka menn út af strax og þeir gera einhverja vitleysu.

Það er skemmst frá því að segja að KR vann þennan leik nokkuð örugglega og munaði þar mest um stóru mennina hjá þeim sem eru kröftugir.

Lokatölur 115-92.
Stig og fráköst innan sviga: Carl 26 (12), Craig 21 (6), Darco 12 (7), Nebojsa 9 (6)  Daði 8 (4), Pance 10 (4), Ari 6 (3) og Gautur 2 fráköst. Deila